Frá „góðmennskunni holdgerðri“ til hryðjuverkamanns Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 10:23 Jalaluddin Haqqani. Vísir/AP Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira