Komnar í úrslitin um titilinn en þurfa að flakka með heimaleiki sína á milli íþróttahúsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 18:15 Elena Delle Donne er stærsta stjarna Washington Mystics liðsins. Vísir/Getty Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018 NBA Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018
NBA Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira