Moka inn milljörðum á CCP-sölunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2018 11:15 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, og Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans Novator er stærsti hluthafi CCP Ljóst er að eigendur CCP munu hagnast vel á sölunni á fyrirtækinu til kóreska leikjaframleiðandans Pearl Abyss sem tilkynnt var um í dag. Kaupverðið nemur 46 milljörðum króna og munu stærstu eigendur félagsins fá dágóða summu í eigin vasa. CCP var stofnað árið 1997 en helsta vara fyrirtækisins er leikurinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Mbl.is birti í dag lista yfir stærstu hluthafa CCP í árslok 2017 og þar má sjá að Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir aðilar þess eigi 43,42 prósent í CCP. Hluti Novators og tengdra aðila í söluverðinu nemur því um 20 milljörðum króna.EVE Online hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.Forstjórinn fær þrjá milljarða Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005 en fyrir nokkrum árum komu framtakssjóðurinn New Enterprise Associates (NEA) og fjárfestingafélagið General Catalyst (GC) inn í hluthafahóp CCP. NEA lagði til um fjóra milljarða króna til CCP árið 2015 og átti í árslok 2017 23,1 prósent hlut í CCP en GC átti 21,3 prósent. Hlutdeild NEA í sölunni er því um tíu milljarðar en hlutdeild GC um 9,8 milljarðar. Þá er Hilmar Veigar Pétursson, einn af stofnendum CCP og forstjóri félagsins, einn af stærstu hluthöfum CCP en hlutur hans nam 6,51 prósenti í árslok samkvæmt lista Mbl.is. Hlutdeild Hilmars í sölunni til kóreska fyrirtækisins nemur því um þremur milljörðum króna. Í frétt mbl.is segir að kaupverðið verði greitt í reiðufé, að hluta til í haust þegar gengið verður frá endanlegum samningum, hinn hluti greiðslunnar velti hins vegar á árangurstengdum markmiðum til tveggja ára. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað muni CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Kóreskur leikjaframleiðandi kaupir CCP á 46 milljarða króna Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. 6. september 2018 08:52 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ljóst er að eigendur CCP munu hagnast vel á sölunni á fyrirtækinu til kóreska leikjaframleiðandans Pearl Abyss sem tilkynnt var um í dag. Kaupverðið nemur 46 milljörðum króna og munu stærstu eigendur félagsins fá dágóða summu í eigin vasa. CCP var stofnað árið 1997 en helsta vara fyrirtækisins er leikurinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Mbl.is birti í dag lista yfir stærstu hluthafa CCP í árslok 2017 og þar má sjá að Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir aðilar þess eigi 43,42 prósent í CCP. Hluti Novators og tengdra aðila í söluverðinu nemur því um 20 milljörðum króna.EVE Online hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.Forstjórinn fær þrjá milljarða Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005 en fyrir nokkrum árum komu framtakssjóðurinn New Enterprise Associates (NEA) og fjárfestingafélagið General Catalyst (GC) inn í hluthafahóp CCP. NEA lagði til um fjóra milljarða króna til CCP árið 2015 og átti í árslok 2017 23,1 prósent hlut í CCP en GC átti 21,3 prósent. Hlutdeild NEA í sölunni er því um tíu milljarðar en hlutdeild GC um 9,8 milljarðar. Þá er Hilmar Veigar Pétursson, einn af stofnendum CCP og forstjóri félagsins, einn af stærstu hluthöfum CCP en hlutur hans nam 6,51 prósenti í árslok samkvæmt lista Mbl.is. Hlutdeild Hilmars í sölunni til kóreska fyrirtækisins nemur því um þremur milljörðum króna. Í frétt mbl.is segir að kaupverðið verði greitt í reiðufé, að hluta til í haust þegar gengið verður frá endanlegum samningum, hinn hluti greiðslunnar velti hins vegar á árangurstengdum markmiðum til tveggja ára. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað muni CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Kóreskur leikjaframleiðandi kaupir CCP á 46 milljarða króna Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. 6. september 2018 08:52 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Kóreskur leikjaframleiðandi kaupir CCP á 46 milljarða króna Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. 6. september 2018 08:52