Erlent ráðgjafafyrirtæki kemur að ráðningu nýs forstjóra hjá Icelandair Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2018 11:49 Björgólfur Jóhannsson sagði starfi sínu lausu þann 27. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið/GVA Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. „Það er mikilvægt að vel takist til við ráðningu forstjóra félagsins. Staða þess er sterk en jafnframt krefjandi og við teljum það mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumum félagsins á þessum tímapunkti. Með því að nýta okkur sérþekkingu og tengslanet erlendra og innlendra aðila vonumst við til þess að geta valið úr hópi framúrskarandi einstaklinga til þess að leiða félagið til framtíðar,“ er haft eftir Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group sagði upp starfi sínu hjá félaginu í lok ágúst. Hann tók ákvörðun um afsögn sína eftir að félagið lækkaði töluvert afkomuspá sína fyrir árið 2018. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, tók tímabundið við stöðunni þar til nýr forstjóri er ráðinn. Spencer Stuart var stofnað árið 1956 og er meðal leiðandi ráðgjafarfyrirtækja í heiminum á sviði stjórnendaráðninga, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair Group. Fyrirtækið er með 56 skrifstofur í 30 löndum. Thierry Lindenau, yfirmaður stjórnendaráðninga á sviði flugrekstrar hjá Spencer Stuart, mun leiða vinnu fyrirtækisins við ráðningu forstjóra Icelandair Group. Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar og mun Hilmar Hjaltason, ráðgjafi og meðeigandi hjá Capacent leiða verkefnið fyrir hönd Capacent. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. „Það er mikilvægt að vel takist til við ráðningu forstjóra félagsins. Staða þess er sterk en jafnframt krefjandi og við teljum það mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumum félagsins á þessum tímapunkti. Með því að nýta okkur sérþekkingu og tengslanet erlendra og innlendra aðila vonumst við til þess að geta valið úr hópi framúrskarandi einstaklinga til þess að leiða félagið til framtíðar,“ er haft eftir Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group sagði upp starfi sínu hjá félaginu í lok ágúst. Hann tók ákvörðun um afsögn sína eftir að félagið lækkaði töluvert afkomuspá sína fyrir árið 2018. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, tók tímabundið við stöðunni þar til nýr forstjóri er ráðinn. Spencer Stuart var stofnað árið 1956 og er meðal leiðandi ráðgjafarfyrirtækja í heiminum á sviði stjórnendaráðninga, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair Group. Fyrirtækið er með 56 skrifstofur í 30 löndum. Thierry Lindenau, yfirmaður stjórnendaráðninga á sviði flugrekstrar hjá Spencer Stuart, mun leiða vinnu fyrirtækisins við ráðningu forstjóra Icelandair Group. Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar og mun Hilmar Hjaltason, ráðgjafi og meðeigandi hjá Capacent leiða verkefnið fyrir hönd Capacent.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23