Uppnefnd dúkkulísa og krakki en markmiðið nú í höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2018 15:30 Kristín Soffía er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um göngugötur í miðbænum. Vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur barist fyrir innleiðingu göngugatna í miðborg Reykjavíkur síðan árið 2010. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn vikunni. Kristín Soffía segir langa þrautagöngu nú að baki – sem oft og tíðum varð ansi persónuleg – og er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu. Þá vonast hún til þess að breytingarnar verði innleiddar sem fyrst. Borgarstjórn samþykkti á þriðjudag að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið um kring. Þá kemur einnig til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Tillagan var samþykk þvert á flokka en barist hefur verið fyrir innleiðingu göngugatna innan borgarstjórnar í nokkurn tíma.Fólk stressað frá upphafi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur farið þar fremst í flokki í gegnum tíðina, ásamt borgarfulltrúunum Hjálmari Sveinssyni, Karli Sigurðssyni og Gísla Marteini Baldurssyni. Kristín Soffía byrjaði fyrst að skoða möguleikann á Laugavegi sem göngugötu árið 2010 og segir í samtali við Vísi að hún hafi verið afar bjartsýn á brautargengi tillögunnar í fyrstu. En svo tók við þrautaganga, sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlun.Sjá einnig: Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina„Fólk var stressað alveg frá upphafi. Þetta er náttúrulega lífsviðurværi fólks, það eru ofsalega margar smáverslanir í miðborginni þar sem eigendurnir standa vaktina og þegar verið að gera svona stórar breytingar þá verður fólk, eðlilega, svolítið stressað,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi.Vegfarendur leysa bíla af hólmi á Laugavegi.Mynd/ReykjavíkurborgUppnefnd „dúkkulísa“ og „krakki“ Þá hafi verslunareigendur snemma skipt sér í fylkingar. „Það voru annars vegar þeir verslunareigendur sem vildu meina það að óbreytt ástand væri ekki málið. Þetta voru verslunarmenn eins og Hörður í Macland, Þura Hauksdóttir í Spúútnik og Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur. Ef þau hefðu ekki verið svona sterkur hópur á móti þeim sem voru neikvæðastir þá hefði þetta aldrei gengið upp. Þannig að þau eiga mikið hrós skilið,“ segir Kristín Soffía. „En svo voru aðrir sem voru ekki tilbúnir að treysta á að göngugötur gætu bjargað einhverju. Þetta var rosalegt til að byrja með. Ég var uppnefnd dúkkulísa, puntudúkka og krakki, og það var orðinn fastur punktur í tilverunni að dauði miðborgarinnar væri boðaður í hvert skipti sem átti að fara að takmarka bílaumferð. En það hefur sem betur fer ekki ræst.“Þau ánægjulegu tímamót urðu rétt í þessu að nær öll borgarstjorn sameinaðist um að Laugavegur og Bankastræti - og valdar götur í Kvos - verði gerðar að göngugötum allt árið. Málið var samþykkt án mótatkvæða. Þetta kallar maður fína byrjun á góðum vetri. #betriReykjavik pic.twitter.com/E26M6lQ8yh— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 4, 2018 Þverpólitísk samstaða ómetanleg Fjölmiðlaumfjöllun um ósætti og erjur milli minnihluta og meirihluta í borgarstjórn hefur verið áberandi síðustu vikur og mánuði. Þverpólitísk samstaða ríkir þó um göngugöturnar nú og því fagnar Kristín Soffía. „Það er svo notalegt. Það lítur kannski út fyrir að pólitíkin snúist bara um átök en í raun og veru, þegar næst svona breið sátt um mál sem eru stór, eins og þetta, þá líður öllum betur. Það er svo gaman þegar við getum gert svona hluti saman. Það er ómetanlegt að þetta hafi endað svona.“En hvenær verða breytingarnar innleiddar?„Við vitum það ekki, ef ég á að segja alveg eins og er, en okkur langar til að hlaupa hratt. Við þurfum að byrja á því að skoða fullt af tæknilegum málum, eins og aðgengi að baklóðum sem hefur verið að breytast mjög mikið, en við viljum tryggja að þetta gerist sem fyrst,“ segir Kristín Soffía. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur barist fyrir innleiðingu göngugatna í miðborg Reykjavíkur síðan árið 2010. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn vikunni. Kristín Soffía segir langa þrautagöngu nú að baki – sem oft og tíðum varð ansi persónuleg – og er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu. Þá vonast hún til þess að breytingarnar verði innleiddar sem fyrst. Borgarstjórn samþykkti á þriðjudag að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið um kring. Þá kemur einnig til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Tillagan var samþykk þvert á flokka en barist hefur verið fyrir innleiðingu göngugatna innan borgarstjórnar í nokkurn tíma.Fólk stressað frá upphafi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur farið þar fremst í flokki í gegnum tíðina, ásamt borgarfulltrúunum Hjálmari Sveinssyni, Karli Sigurðssyni og Gísla Marteini Baldurssyni. Kristín Soffía byrjaði fyrst að skoða möguleikann á Laugavegi sem göngugötu árið 2010 og segir í samtali við Vísi að hún hafi verið afar bjartsýn á brautargengi tillögunnar í fyrstu. En svo tók við þrautaganga, sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlun.Sjá einnig: Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina„Fólk var stressað alveg frá upphafi. Þetta er náttúrulega lífsviðurværi fólks, það eru ofsalega margar smáverslanir í miðborginni þar sem eigendurnir standa vaktina og þegar verið að gera svona stórar breytingar þá verður fólk, eðlilega, svolítið stressað,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi.Vegfarendur leysa bíla af hólmi á Laugavegi.Mynd/ReykjavíkurborgUppnefnd „dúkkulísa“ og „krakki“ Þá hafi verslunareigendur snemma skipt sér í fylkingar. „Það voru annars vegar þeir verslunareigendur sem vildu meina það að óbreytt ástand væri ekki málið. Þetta voru verslunarmenn eins og Hörður í Macland, Þura Hauksdóttir í Spúútnik og Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur. Ef þau hefðu ekki verið svona sterkur hópur á móti þeim sem voru neikvæðastir þá hefði þetta aldrei gengið upp. Þannig að þau eiga mikið hrós skilið,“ segir Kristín Soffía. „En svo voru aðrir sem voru ekki tilbúnir að treysta á að göngugötur gætu bjargað einhverju. Þetta var rosalegt til að byrja með. Ég var uppnefnd dúkkulísa, puntudúkka og krakki, og það var orðinn fastur punktur í tilverunni að dauði miðborgarinnar væri boðaður í hvert skipti sem átti að fara að takmarka bílaumferð. En það hefur sem betur fer ekki ræst.“Þau ánægjulegu tímamót urðu rétt í þessu að nær öll borgarstjorn sameinaðist um að Laugavegur og Bankastræti - og valdar götur í Kvos - verði gerðar að göngugötum allt árið. Málið var samþykkt án mótatkvæða. Þetta kallar maður fína byrjun á góðum vetri. #betriReykjavik pic.twitter.com/E26M6lQ8yh— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 4, 2018 Þverpólitísk samstaða ómetanleg Fjölmiðlaumfjöllun um ósætti og erjur milli minnihluta og meirihluta í borgarstjórn hefur verið áberandi síðustu vikur og mánuði. Þverpólitísk samstaða ríkir þó um göngugöturnar nú og því fagnar Kristín Soffía. „Það er svo notalegt. Það lítur kannski út fyrir að pólitíkin snúist bara um átök en í raun og veru, þegar næst svona breið sátt um mál sem eru stór, eins og þetta, þá líður öllum betur. Það er svo gaman þegar við getum gert svona hluti saman. Það er ómetanlegt að þetta hafi endað svona.“En hvenær verða breytingarnar innleiddar?„Við vitum það ekki, ef ég á að segja alveg eins og er, en okkur langar til að hlaupa hratt. Við þurfum að byrja á því að skoða fullt af tæknilegum málum, eins og aðgengi að baklóðum sem hefur verið að breytast mjög mikið, en við viljum tryggja að þetta gerist sem fyrst,“ segir Kristín Soffía.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28