Meistararnir byrjuðu á sigri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 09:04 Ajayi fagnar hér öðru af tveimur snertimörkum sínum í nótt. vísir/getty NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. NFL Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sjá meira
NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag.
NFL Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sjá meira