Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 09:57 Hafliði Halldórsson segir málið alls ekki einfalt en það verði reynt að leysa á farsælan hátt. Fréttablaðið/stefán Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Fjórtán landsliðsmenn hættu að gefa kost í liðið í gær sem æft hefur undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Ástæðan er samningur landsliðsins við Arnarlax sem kynntur var á miðvikudaginn við pomp og prakt í Hörpu. „Við erum að funda um þetta og skoða málið. Okkur er brugðið við viðbrögðin,“ segir Hafliði í samtali við Vísi.Sturla Birgisson.„Versta uppákoman í sögu klúbbsins“ Meistarakokkurinn Sturla Birgisson sagði samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. Í kjölfarið fylgdu fleiri úrsagnir en með þeim vildi landsliðsfólkið mótmæla samningi við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir væru ógn við villta lax- og silungastofna og hefðu margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem kokkarnir deildu á samfélagsmiðlum í gær. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi en í samningnum á miðvikudaginn fólst að Arnarlax væri styrktaraðili kokkalandsliðsins. Arnarlax er með rúmlega 100 starfsmenn og höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og áætlar um 10.000 MT framleiðslu af hágæða ferskum laxi í ár. Stór hluti afurðanna er seldur á Bandaríkjamarkað. Hafliði viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir úrsagnir landsliðsfólksins.Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax.Fréttablaðið/Anton BrinkLöglegt fyrirtæki „Við áttum ekki von á viðbrögðum af þessum skala. Fólk hefur alls konar skoðanir á alls konar atvinnufyrirtækjum en við erum að tala um fyrirtæki sem hefur starfsleyfi, borgar sína skatta og skyldur. Fyrirtæki sem er inni í löglegri starfsemi, undir eftirlit, inni í kerfi sem stjórnvöld skapa,“ segir Hafliði. Hann hafi fundað með sínu fólki í gær og áfram í dag. Þá eigi hann auðvitað í samtölum við öðrum aðilum málsins, svo sem forsvarsmönnum Arnarlax. „Okkur bregður aðeins við, erum ekki vön svona aggressívum aðgerðum gagnvart liðinu. Ég held að flestir átti sig á því að þetta er lið sem er að sinna mjög jákvæðum verkefnum og keyrt áfram af ástríðu og sjálfboðastarfi. Krísustjórnun er alveg nýtt fyrir okkur.“ Framundan er heimsmeistaramót kokkalandsliða í nóvember þar sem íslenska liðið ætlaði sér stóra hluti.Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim.KokkalandsliðiðStrangur undirbúningur að baki „Það er í rauninni búið að æfa í 12 mánuði en faktískt er 15 mánaða undirbúningur að baki. Það að missa liðið út, eins og staðan er, er gríðarlegt tjón fyrir verkefnið en líka persónulega fyrir alla þessa einstaklinga sem hafa lagt blóð, svita og tár í undirbúninginn sem er gríðarlega strangur. Það eru mjög stífar æfingar að baki og ástríðan er mikil. Fólk er búið að leggja mörg hundruð klukkustundir á ári í verkefni og því er þetta persónulega mjög erfitt fyrir hvern og einn. “ Hafliði segir málið ekki einfalt. „Við erum að leita allra leiða til að leysa þetta á farsælan hátt fyrir alla.“Eins og áður sagði var miklu til tjaldað þegar samstarf Kokkalandsliðsins við Arnarlax var kynnt í Hörpu á miðvikudaginn. Að neðan má sjá myndir frá samkomuni. Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Fjórtán landsliðsmenn hættu að gefa kost í liðið í gær sem æft hefur undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Ástæðan er samningur landsliðsins við Arnarlax sem kynntur var á miðvikudaginn við pomp og prakt í Hörpu. „Við erum að funda um þetta og skoða málið. Okkur er brugðið við viðbrögðin,“ segir Hafliði í samtali við Vísi.Sturla Birgisson.„Versta uppákoman í sögu klúbbsins“ Meistarakokkurinn Sturla Birgisson sagði samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. Í kjölfarið fylgdu fleiri úrsagnir en með þeim vildi landsliðsfólkið mótmæla samningi við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir væru ógn við villta lax- og silungastofna og hefðu margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem kokkarnir deildu á samfélagsmiðlum í gær. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi en í samningnum á miðvikudaginn fólst að Arnarlax væri styrktaraðili kokkalandsliðsins. Arnarlax er með rúmlega 100 starfsmenn og höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og áætlar um 10.000 MT framleiðslu af hágæða ferskum laxi í ár. Stór hluti afurðanna er seldur á Bandaríkjamarkað. Hafliði viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir úrsagnir landsliðsfólksins.Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax.Fréttablaðið/Anton BrinkLöglegt fyrirtæki „Við áttum ekki von á viðbrögðum af þessum skala. Fólk hefur alls konar skoðanir á alls konar atvinnufyrirtækjum en við erum að tala um fyrirtæki sem hefur starfsleyfi, borgar sína skatta og skyldur. Fyrirtæki sem er inni í löglegri starfsemi, undir eftirlit, inni í kerfi sem stjórnvöld skapa,“ segir Hafliði. Hann hafi fundað með sínu fólki í gær og áfram í dag. Þá eigi hann auðvitað í samtölum við öðrum aðilum málsins, svo sem forsvarsmönnum Arnarlax. „Okkur bregður aðeins við, erum ekki vön svona aggressívum aðgerðum gagnvart liðinu. Ég held að flestir átti sig á því að þetta er lið sem er að sinna mjög jákvæðum verkefnum og keyrt áfram af ástríðu og sjálfboðastarfi. Krísustjórnun er alveg nýtt fyrir okkur.“ Framundan er heimsmeistaramót kokkalandsliða í nóvember þar sem íslenska liðið ætlaði sér stóra hluti.Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim.KokkalandsliðiðStrangur undirbúningur að baki „Það er í rauninni búið að æfa í 12 mánuði en faktískt er 15 mánaða undirbúningur að baki. Það að missa liðið út, eins og staðan er, er gríðarlegt tjón fyrir verkefnið en líka persónulega fyrir alla þessa einstaklinga sem hafa lagt blóð, svita og tár í undirbúninginn sem er gríðarlega strangur. Það eru mjög stífar æfingar að baki og ástríðan er mikil. Fólk er búið að leggja mörg hundruð klukkustundir á ári í verkefni og því er þetta persónulega mjög erfitt fyrir hvern og einn. “ Hafliði segir málið ekki einfalt. „Við erum að leita allra leiða til að leysa þetta á farsælan hátt fyrir alla.“Eins og áður sagði var miklu til tjaldað þegar samstarf Kokkalandsliðsins við Arnarlax var kynnt í Hörpu á miðvikudaginn. Að neðan má sjá myndir frá samkomuni.
Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37
Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07