Hótanirnar bárust eftir að einkaspæjarinn Dennis Warren setti sig í samband við Zimmerman í tengslum við þættina, en spæjarinn vildi fá hann í viðtal við gerð þáttanna. Í kjölfarið bárust Warren hundruðir símtala og skilaboða þar sem Zimmerman hótaði öllu illu, en hann var sýknaður af morðinu á Martin.
Í nokkrum skilaboðanna hótar hann einnig Beyoncé og Jay-Z, kallar söngkonuna „tík“ og „fátæka hóru“ og segist muna drepa þau ef þau verði einhvern tímann á vegi hans. Skilaboðin munu verða sýnd í lokaþætti þáttanna, en þeir eru sex talsins.
Zimmerman hefur verið ákærður fyrir að sitja um Warren og áreita hann, en fleiri sem unnu að þáttunum fengu hótanir í líkingu við þær sem hann fékk.