Erlent

Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins.
Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. Vísir/EPA
Engin kjarnorkuvopn voru sjáanleg á hersýningu Norður-Kóreu sem haldin var í dag til að fagna því að 70 ár eru liðin frá stofnun landsins.

Hersýningin var ekki eins tilkomumikil og hún hefur jafnan verið síðust ár en 70 ára afmælið er haldið í skugga viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga.

Í lok síðasta mánaðar kom í ljós að viðræðurnar á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu gengu ekki nægilega vel því, öllum að óvörum, bað Donald Trump, Bandaríkjaforseti, Mike Pompeo, utanríkisráðherra landsins, um fara ekki til Norður-Kóreu eins og til hafði staðið því ekki hafi náðst nægilegur árangur í viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.

Pólitískir álitsgjafar fréttastofu CNN telja að ástæðan fyrir því að Kim Jong Un hafi ekki teflt fram eldflaugum sínum á hersýningu landsins sé sú að hann vilji ekki stofna viðræðunum í hættu.

Kim fylgdist með sýningunni frá svölum með Li Zhanshu, kínverskan embættismann, við hlið sér. Þeir heilsuðu áhorfendum að sýningu lokinni.

Blásið var til hersýningar í tilefni af 70 ára afmæli Norður-Kóreu.Vísir/ap
70 ár eru frá stofnun Norður-Kóreuvísir/EPA

Tengdar fréttir

Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim

Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim.

Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu

Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×