Nýsköpunarhverfi rísi við Örfirisey Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 The Market Hall er þekkt kennileiti í Rotterdam. Íbúðir og skrifstofur eru í boga en mathöll undir boganum á eins konar torgi. Vísir/Getty Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, hefur lagt fram hugmyndir að uppbyggingu nýsköpunarhverfis í Örfirisey. Skrifstofur og íbúðir myndu margar hverjar byggjast á hugmyndum um deilihagkerfið. Með þeim hætti mætti halda leiguverði lágu sem gefi frumkvöðlum, listamönnum og öðru skapandi fólki færi á að búa og starfa á svæðinu. Víða erlendis, til dæmis í Boston og Barcelona, eru að hans sögn til nýsköpunarhverfi við gamlar hafnir. Hann hefur kynnt hugmyndirnar fyrir Reykjavíkurborg og Hjörleifi Jakobssyni fjárfesti sem á fasteignir á svæðinu. „Um væri að ræða minni íbúðir tengdar frumkvöðlasetrum. Hugmyndin er að íbúðin sé fyrst og fremst vistarverur þar sem viðkomandi sefur og sameiginleg rými eru nýtt í meira mæli. Yngra fólkið gerir aðrar kröfur, kýs umhverfisvænni möguleika og vill nýta kosti deilihagkerfisins,“ segir Þór í samtali við Markaðinn og nefnir að hugmyndir sem þessar séu að ryðja sér til rúms. Megi sem dæmi nefna fasteignirnar Blox í Kaupmannahöfn, Market Hall í Rotterdam og De Rotterdam sem allar séu við höfn.Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans.Fjölbreyttari nýting „Í deilibyggingum er nýting rýmis nokkuð fjölbreyttari en í húsi sem þjónar ákveðnum tilgangi, er til dæmis annaðhvort skrifstofu- eða íbúðarhúsnæði. Í deilibyggingum er hægt að vera með skrifstofur, íbúðir, hótel, matvöruverslanir og veitingastaði undir einum hatti,“ segir í skýrslu sem forsvarsmenn Íslenska sjávarklasans hafa ritað. Með þeim hætti gefist færi á sveigjanleika í nýtingu og því sé hægt að bregðast við sveiflum á fasteignamarkaði eftir því hvort meiri spurn sé eftir íbúðum eða skrifstofum. Landrými nýtist auk þess betur en þegar hvert hús gegni ákveðnu hlutverki, orka og tími sparist því fólk þarf ekki að keyra um lengri veg. Enn fremur verði hægt að nýta dagsbirtu fyrir skrifstofur en birtu síðdegis fyrir íbúðir. Þór bendir á að borgir séu að færa sig í meiri mæli til sjávar. Yfirgefin og vannýtt iðnaðar- og hafnarsvæði hafa verið byggð upp í anda nýrra tíma. Gömul hafnarsvæði eru oft í grennd við eldri hluta borga og miðborgarkjarna. Af þeim sökum hefur eftirspurn eftir því að búa, starfa eða dvelja við sjávarsíðuna aukist. „Þar sem vel hefur tekist til hefur orðið mjög mikil umbreyting á þessum svæðum, sum eru orðin öflug nýsköpunarhverfi og sum draga að sér milljónir ferðamanna á ári hverju,“ segir í skýrslunni. Dæmi um nýsköpunarhverfi eru Seaport Innovation District í Boston og 22@ í Poblenou-hverfinu í Barcelona þar sem verksmiðju- og vöruhúsnæði er orðið að galleríum, hönnunarstúdíóum, auglýsingastofum, háskólastofnunum og framleiðslufyrirtækjum. Fleiri borgir hafa þróað hugmynd að nýsköpunarhverfi og má þar meðal annars nefna New York, Sydney og Seattle. 20 prósent af kostnaði Spurður hvort það sé ekki hætta á að svæðið verði of dýrt fyrir sprotafyrir tæki og listamenn ef ráðist verður í umsvifamikla uppbyggingu segir Þór að þess vegna sé svo mikilvægt að hugmyndafræði svæðisins byggist á deilihagkerfinu. „Það skiptir sköpum hvort leigð er aðstaða með fundarherbergi, salerni og öllu sem tilheyrir í miðborg eða hvort látið er nægja skrifborð og annað sé sameiginlegt. Leigan væri mögulega 20 prósent af kostnaðinum sem annars væri.“ Almennt eru sameiginleg vinnurými nýtt af frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum, en stærri og rótgrónari fyrirtæki séu að átta sig á kostum þessa fyrirkomulags. „Þetta hentar vel fyrirtækjum sem eru með 20-50 starfsmenn,“ segir Þór Sigfússon. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, hefur lagt fram hugmyndir að uppbyggingu nýsköpunarhverfis í Örfirisey. Skrifstofur og íbúðir myndu margar hverjar byggjast á hugmyndum um deilihagkerfið. Með þeim hætti mætti halda leiguverði lágu sem gefi frumkvöðlum, listamönnum og öðru skapandi fólki færi á að búa og starfa á svæðinu. Víða erlendis, til dæmis í Boston og Barcelona, eru að hans sögn til nýsköpunarhverfi við gamlar hafnir. Hann hefur kynnt hugmyndirnar fyrir Reykjavíkurborg og Hjörleifi Jakobssyni fjárfesti sem á fasteignir á svæðinu. „Um væri að ræða minni íbúðir tengdar frumkvöðlasetrum. Hugmyndin er að íbúðin sé fyrst og fremst vistarverur þar sem viðkomandi sefur og sameiginleg rými eru nýtt í meira mæli. Yngra fólkið gerir aðrar kröfur, kýs umhverfisvænni möguleika og vill nýta kosti deilihagkerfisins,“ segir Þór í samtali við Markaðinn og nefnir að hugmyndir sem þessar séu að ryðja sér til rúms. Megi sem dæmi nefna fasteignirnar Blox í Kaupmannahöfn, Market Hall í Rotterdam og De Rotterdam sem allar séu við höfn.Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans.Fjölbreyttari nýting „Í deilibyggingum er nýting rýmis nokkuð fjölbreyttari en í húsi sem þjónar ákveðnum tilgangi, er til dæmis annaðhvort skrifstofu- eða íbúðarhúsnæði. Í deilibyggingum er hægt að vera með skrifstofur, íbúðir, hótel, matvöruverslanir og veitingastaði undir einum hatti,“ segir í skýrslu sem forsvarsmenn Íslenska sjávarklasans hafa ritað. Með þeim hætti gefist færi á sveigjanleika í nýtingu og því sé hægt að bregðast við sveiflum á fasteignamarkaði eftir því hvort meiri spurn sé eftir íbúðum eða skrifstofum. Landrými nýtist auk þess betur en þegar hvert hús gegni ákveðnu hlutverki, orka og tími sparist því fólk þarf ekki að keyra um lengri veg. Enn fremur verði hægt að nýta dagsbirtu fyrir skrifstofur en birtu síðdegis fyrir íbúðir. Þór bendir á að borgir séu að færa sig í meiri mæli til sjávar. Yfirgefin og vannýtt iðnaðar- og hafnarsvæði hafa verið byggð upp í anda nýrra tíma. Gömul hafnarsvæði eru oft í grennd við eldri hluta borga og miðborgarkjarna. Af þeim sökum hefur eftirspurn eftir því að búa, starfa eða dvelja við sjávarsíðuna aukist. „Þar sem vel hefur tekist til hefur orðið mjög mikil umbreyting á þessum svæðum, sum eru orðin öflug nýsköpunarhverfi og sum draga að sér milljónir ferðamanna á ári hverju,“ segir í skýrslunni. Dæmi um nýsköpunarhverfi eru Seaport Innovation District í Boston og 22@ í Poblenou-hverfinu í Barcelona þar sem verksmiðju- og vöruhúsnæði er orðið að galleríum, hönnunarstúdíóum, auglýsingastofum, háskólastofnunum og framleiðslufyrirtækjum. Fleiri borgir hafa þróað hugmynd að nýsköpunarhverfi og má þar meðal annars nefna New York, Sydney og Seattle. 20 prósent af kostnaði Spurður hvort það sé ekki hætta á að svæðið verði of dýrt fyrir sprotafyrir tæki og listamenn ef ráðist verður í umsvifamikla uppbyggingu segir Þór að þess vegna sé svo mikilvægt að hugmyndafræði svæðisins byggist á deilihagkerfinu. „Það skiptir sköpum hvort leigð er aðstaða með fundarherbergi, salerni og öllu sem tilheyrir í miðborg eða hvort látið er nægja skrifborð og annað sé sameiginlegt. Leigan væri mögulega 20 prósent af kostnaðinum sem annars væri.“ Almennt eru sameiginleg vinnurými nýtt af frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum, en stærri og rótgrónari fyrirtæki séu að átta sig á kostum þessa fyrirkomulags. „Þetta hentar vel fyrirtækjum sem eru með 20-50 starfsmenn,“ segir Þór Sigfússon.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira