Ferðamenn gista í svefnpokum og hengja föt til þerris í Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 11:53 Frá Leifsstöð upp úr miðnætti í gær. Mynd/Gils Jóhannsson Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira