Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil. Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil.
Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29