Á móti vindi Hörður Ægisson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun