Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Bændur í Eyjafirði náðu lægra raforkuverði í útboði. Fréttablaðið/Auðunn Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira