Vín kneyfað og veipað í unglingaþætti RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Vín og veip á RÚV. Dagskrárstjóri segir þetta hafa verið mistök. Skjáskot/RÚV.is „Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira