Sagt upp á Mogganum eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 12:24 Skapti Hallgrímsson hefur alla starfsævi sína staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Vísir/Auðunn Níelsson Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Fjölmiðlar Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar.
Fjölmiðlar Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent