Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:09 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann. Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann.
Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira