Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2018 19:00 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15