Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 09:00 Haukur Þrastarson verður í eldlínunni með Selfossi í vetur. fréttablaðið/ernir Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15