Forstjóri Skeljungs telur olíulekann ekki hafa valdið skaða á umhverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 10:58 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14
Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59