Forstjóri Skeljungs telur olíulekann ekki hafa valdið skaða á umhverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 10:58 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14
Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59