Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:59 Kreppan hefur gengið nærri Grikkjum. Búist er við því að það muni taka þá áratugi að greiða upp neyðarlánin sem þeir fengu. Vísir/EPA Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu. Grikkland Líbía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu.
Grikkland Líbía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira