Tilfinningaþrungnir endurfundir í Norður-Kóreu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2018 22:02 Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Vísir/AP Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira