Engar vísbendingar um stöðvun kjarnorkuvopnaáætlunar Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2018 14:24 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fylgist með eldflaugaskoti. Vísir/EPA Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi tekið nokkur skref í hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Það er þrátt fyrir að Kim Jong-un, einræðisherra, eigi að hafa samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem blaðamenn AFP hafa séð. Í skýrslunni segir að áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og yfirlýsingar Norður-Kóreu valdi miklum áhyggjum, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Eftirlitsaðilum stofnunarinnar var vikið úr landi árið 2009 og síðan þá hefur þeim ekki verið hleypt aftur inn í Norður-Kóreu. Því hafa starfsmenn IEAE snúið sér í meira mæli að gervihnattamyndum og annars konar heimildum. Tekið er fram í skýrslunni að vitneskja stofnunarinnar sé takmörkuð og hún fari versnandi með umfangsmeiri aðgerðum í Norður-Kóreu. Auk þess hafa ekki séð ummerki um aflagningu kjarnorkuvopnaáætlunarinnar hefur stofnunin hefur sömuleiðis komist á snoðir um áframhaldandi auðgun úrans í Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar og leyniþjónustur Bandaríkjanna höfðu áður sakað Norður-Kóreu um að halda þróun kjarnorkuvopna áfram. Sömuleiðis hefur ríkið verið sakað um framleiðslu nýrra eldflauga. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur að undanförnu kvartað verulega yfir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafi ekki verið felldar niður í kjölfar fundar Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr fyrr í sumar. Þar skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag sem Bandaríkin segja að hafi verið um að Norður-Kórea myndi losa sig við kjarnorkuvopn sín. Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi tekið nokkur skref í hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Það er þrátt fyrir að Kim Jong-un, einræðisherra, eigi að hafa samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem blaðamenn AFP hafa séð. Í skýrslunni segir að áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og yfirlýsingar Norður-Kóreu valdi miklum áhyggjum, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Eftirlitsaðilum stofnunarinnar var vikið úr landi árið 2009 og síðan þá hefur þeim ekki verið hleypt aftur inn í Norður-Kóreu. Því hafa starfsmenn IEAE snúið sér í meira mæli að gervihnattamyndum og annars konar heimildum. Tekið er fram í skýrslunni að vitneskja stofnunarinnar sé takmörkuð og hún fari versnandi með umfangsmeiri aðgerðum í Norður-Kóreu. Auk þess hafa ekki séð ummerki um aflagningu kjarnorkuvopnaáætlunarinnar hefur stofnunin hefur sömuleiðis komist á snoðir um áframhaldandi auðgun úrans í Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar og leyniþjónustur Bandaríkjanna höfðu áður sakað Norður-Kóreu um að halda þróun kjarnorkuvopna áfram. Sömuleiðis hefur ríkið verið sakað um framleiðslu nýrra eldflauga. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur að undanförnu kvartað verulega yfir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafi ekki verið felldar niður í kjölfar fundar Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr fyrr í sumar. Þar skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag sem Bandaríkin segja að hafi verið um að Norður-Kórea myndi losa sig við kjarnorkuvopn sín.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46
Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55