Áfram Færeyjar Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar