Tveir nýlagðir vegkaflar ónýtir: Ökumenn geta gert bótakröfu á Vegagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 10:48 Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Stöð 2/Magnús Hlynur. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis. Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis.
Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41