Olíuiðnaðurinn vill almannafé til að verja sig fyrir áhrifum loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 16:42 Flóðgátt og sjóvarnargarður nærri olíuhreinsistöð í Texas. Olíuiðnaðurinn vill að alríkisstjórnin hjálpi að verja hann fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Vísir/AP Líklegt er að almannafé verði notað til að fjármagna á annað hundruð kílómetra sjóvarnargarða og annarra flóðavarna með fram ströndum Texas í Bandaríkjunum til þess að verjast auknum ágangi sjávar vegna loftslagsbreytinga. Varnargarðarnir eiga að verja olíuvinnslu- og hreinsistöðvar. Hækkandi sjávarstaða og stærri sjávarflóð eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Meginorsök loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, kolum og gasi. Yfirvöld í Texas undirbúa nú varnir við öflugri stormum og flóðum, ekki síst eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Harvey olli þar í fyrra. AP-fréttastofan segir að hluti af vörnunum sé fyrir iðnaðarsvæði suður af Houston þar sem mesti fjöldi olíuvinnslustöðva í heiminum er saman kominn. Varnargarðarnir fyrir það svæði eru taldir munu kosta að minnsta kosti 3,9 milljarða dollara. Féð muni að nær öllu leyti koma úr opinberum sjóðum. Þingmenn Repúblikanaflokksins frá Texas hafa öllu jafna lagst gegn auknum opinberum útgjöldum en þeir styðja framkvæmdirnar nú. Þeir hafa jafnframt hafnað niðurstöðum loftslagsvísinda. Þetta gagnrýna náttúruverndarsamtök sem saka olíu- og gasiðnaðinn að fá „frítt far“ hjá skattgreiðendum. Embættismenn ríkisins halda því hins vegar fram að það sé spurning um þjóðaröryggi að gæta öryggis olíuiðnaðarins. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Líklegt er að almannafé verði notað til að fjármagna á annað hundruð kílómetra sjóvarnargarða og annarra flóðavarna með fram ströndum Texas í Bandaríkjunum til þess að verjast auknum ágangi sjávar vegna loftslagsbreytinga. Varnargarðarnir eiga að verja olíuvinnslu- og hreinsistöðvar. Hækkandi sjávarstaða og stærri sjávarflóð eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Meginorsök loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, kolum og gasi. Yfirvöld í Texas undirbúa nú varnir við öflugri stormum og flóðum, ekki síst eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Harvey olli þar í fyrra. AP-fréttastofan segir að hluti af vörnunum sé fyrir iðnaðarsvæði suður af Houston þar sem mesti fjöldi olíuvinnslustöðva í heiminum er saman kominn. Varnargarðarnir fyrir það svæði eru taldir munu kosta að minnsta kosti 3,9 milljarða dollara. Féð muni að nær öllu leyti koma úr opinberum sjóðum. Þingmenn Repúblikanaflokksins frá Texas hafa öllu jafna lagst gegn auknum opinberum útgjöldum en þeir styðja framkvæmdirnar nú. Þeir hafa jafnframt hafnað niðurstöðum loftslagsvísinda. Þetta gagnrýna náttúruverndarsamtök sem saka olíu- og gasiðnaðinn að fá „frítt far“ hjá skattgreiðendum. Embættismenn ríkisins halda því hins vegar fram að það sé spurning um þjóðaröryggi að gæta öryggis olíuiðnaðarins.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira