Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF Icelandic Wildlife Fund, sem berst meðal annars gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi, hefur vísað ákvörðun Isavia um að fjarlægja auglýsingaskilti sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn, til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Skiltið hékk í innritunarsal flugstöðvarinnar í 10 daga en var þá fjarlægt. „Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurHann segir auglýsinguna hafa verið keypta af birtingahúsi og því hafi Isavia aldrei átt í neinum samskiptum við starfsmenn sjóðsins. Auglýsingin hafi ekki verið borin undir Isavia eins og reglur segi til um og eftir að starfsmenn vallarins hafi tekið eftir því að ósamþykkt auglýsing hafi verið komin upp á vegg hafi hún verið tekin niður og í kjölfarið farið yfir efni hennar. Starfsmanni birtingahússins hafi verið tilkynnt að auglýsingin hefði verið tekin niður sama dag og það var gert. Guðjón segir alls ekki algengt að auglýsingar séu teknar niður í flugstöðinni. Engin sérstök ritskoðunarnefnd starfi hjá fyrirtækinu heldur fari starfsfólk yfir auglýsingar sem komi inn. Siðareglur SÍA séu meðal þess sem haft er til hliðsjónar við mat á auglýsingum og lögð áhersla á að upplýsingar í þeim séu ekki rangar og í þeim sé hvorki vegið að öðru fólki eða fyrirtækjum. Aðspurður segir Guðjón auglýsingu í umræddu plássi kosta á bilinu 300.000 til 350.000 kr. á mánuði.Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Fréttablaðið/ERNIR„Það kom okkur mjög á óvart að Isavia skyldi ákveða að taka auglýsinguna niður með þeim rökstuðningi að félagið vildi ekki dragast inn í deilur milli tveggja aðila. Þetta þótti okkur einkennilegt því fulltrúar Isavia sögðu okkur líka að engin athugasemd hefði borist við auglýsinguna, heldur hefðu þau ákveðið að taka hana niður að eigin frumkvæði. Eðlilega bentum við á að Icelandic Wildlife Fund ætti ekki í deilum við neinn um efni auglýsingarinnar og Isavia gæti því dregist inn í deilur sem eru ekki til,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Jón segir texta auglýsingarinnar byggja á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin beinist hvorki að nafngreindum fyrirtækjum né sé fólk hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. „Þetta er eins og að taka niður auglýsingar sem hvetja til notkunar á grænum orkugjöfum til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum, með þeim rökum að Isavia telji þær „meiðandi“ fyrir olíuiðnaðinn í heiminum.“ Niðurstöðu siðanefndarinnar er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fiskeldi Tengdar fréttir Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14 Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund, sem berst meðal annars gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi, hefur vísað ákvörðun Isavia um að fjarlægja auglýsingaskilti sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn, til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Skiltið hékk í innritunarsal flugstöðvarinnar í 10 daga en var þá fjarlægt. „Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurHann segir auglýsinguna hafa verið keypta af birtingahúsi og því hafi Isavia aldrei átt í neinum samskiptum við starfsmenn sjóðsins. Auglýsingin hafi ekki verið borin undir Isavia eins og reglur segi til um og eftir að starfsmenn vallarins hafi tekið eftir því að ósamþykkt auglýsing hafi verið komin upp á vegg hafi hún verið tekin niður og í kjölfarið farið yfir efni hennar. Starfsmanni birtingahússins hafi verið tilkynnt að auglýsingin hefði verið tekin niður sama dag og það var gert. Guðjón segir alls ekki algengt að auglýsingar séu teknar niður í flugstöðinni. Engin sérstök ritskoðunarnefnd starfi hjá fyrirtækinu heldur fari starfsfólk yfir auglýsingar sem komi inn. Siðareglur SÍA séu meðal þess sem haft er til hliðsjónar við mat á auglýsingum og lögð áhersla á að upplýsingar í þeim séu ekki rangar og í þeim sé hvorki vegið að öðru fólki eða fyrirtækjum. Aðspurður segir Guðjón auglýsingu í umræddu plássi kosta á bilinu 300.000 til 350.000 kr. á mánuði.Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Fréttablaðið/ERNIR„Það kom okkur mjög á óvart að Isavia skyldi ákveða að taka auglýsinguna niður með þeim rökstuðningi að félagið vildi ekki dragast inn í deilur milli tveggja aðila. Þetta þótti okkur einkennilegt því fulltrúar Isavia sögðu okkur líka að engin athugasemd hefði borist við auglýsinguna, heldur hefðu þau ákveðið að taka hana niður að eigin frumkvæði. Eðlilega bentum við á að Icelandic Wildlife Fund ætti ekki í deilum við neinn um efni auglýsingarinnar og Isavia gæti því dregist inn í deilur sem eru ekki til,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Jón segir texta auglýsingarinnar byggja á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin beinist hvorki að nafngreindum fyrirtækjum né sé fólk hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. „Þetta er eins og að taka niður auglýsingar sem hvetja til notkunar á grænum orkugjöfum til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum, með þeim rökum að Isavia telji þær „meiðandi“ fyrir olíuiðnaðinn í heiminum.“ Niðurstöðu siðanefndarinnar er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fiskeldi Tengdar fréttir Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14 Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00
Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14
Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00