Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 17:48 Skógeraldar loga nú glatt suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands. Vísir/AP Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst. Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst.
Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira