Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 15:16 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels