Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 15:16 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31