Ein leið að lægri vöxtum Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun