Sjóðir í stýringu Eaton Vance selt stóran hlut í N1 Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. ágúst 2018 06:00 Hlutabréf í N1 hafa hækkað um ríflega 10 prósent í verði það sem af er ári. Vísir/valgarður Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00
Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00