Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 21:33 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20