„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas fagnar því að hafa verið sýknuð. Með sýknudómnum sé þó aðeins hálfur sigur unninn. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51