Hörður Axel segir ófrjósemina ekki gera sig að minni manni Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 15:00 Hafdís Hafsteinsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og dóttir þeirra. Hörður Axel Vilhjálmsson Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna. Frjósemi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna.
Frjósemi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira