Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Þórir Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2018 20:36 Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. Kaspíahafið er stærsta innhaf í heimi, umkringt Rússlandi, Kasakstan, Íran, Aserbædjan, og Túrkmenistan. Í því eru gífurlegar auðlindir, einkum olía og gas. Á fundi í Kasakstan í dag sömdu ríkin um skiptingu hafsins með áherslu á að þau ein njóti auðlinda þess. Hasan Rouhani, forseti Írans sagði á fundinum að Kaspíahaf tilheyrði eingöngu löndunum við hafið. „Uppbygging herstöðva til afnota fyrir erlend ríki, siglingar herskipa, flugmóðurskipa og kafbáta, yfirflug herflugvéla og jafnvel flutningur á farmi sem tilheyrir erlendum ríkjum er bannað með öllu,“ sagði hann. Síðan Sovétríkin hrundu fyrir 26 árum hafa ríkin fimm deilt um skiptingu hafsins. Aserar hafa malað svart gull með vinnslu á olíu og gasi úr hafsbotninum síðan á nítjándu öld. Kasakar fóru að vinna olíu úr hafsbotninum upp úr aldamótum. Olíuleiðslur - þær sem eru til staðar núna og þær sem fyrirhugað er að leggja - valda stórpólitískum deilum um allan heim. Þó að samningurinn frá í dag skipti sköpum um sambúð þessara ríkja þá náði hann samt ekki yfir eitt mál - sjálfan hafsbotninn þar sem olían er. Aserbaídsjan Kasakstan Túrkmenistan Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. Kaspíahafið er stærsta innhaf í heimi, umkringt Rússlandi, Kasakstan, Íran, Aserbædjan, og Túrkmenistan. Í því eru gífurlegar auðlindir, einkum olía og gas. Á fundi í Kasakstan í dag sömdu ríkin um skiptingu hafsins með áherslu á að þau ein njóti auðlinda þess. Hasan Rouhani, forseti Írans sagði á fundinum að Kaspíahaf tilheyrði eingöngu löndunum við hafið. „Uppbygging herstöðva til afnota fyrir erlend ríki, siglingar herskipa, flugmóðurskipa og kafbáta, yfirflug herflugvéla og jafnvel flutningur á farmi sem tilheyrir erlendum ríkjum er bannað með öllu,“ sagði hann. Síðan Sovétríkin hrundu fyrir 26 árum hafa ríkin fimm deilt um skiptingu hafsins. Aserar hafa malað svart gull með vinnslu á olíu og gasi úr hafsbotninum síðan á nítjándu öld. Kasakar fóru að vinna olíu úr hafsbotninum upp úr aldamótum. Olíuleiðslur - þær sem eru til staðar núna og þær sem fyrirhugað er að leggja - valda stórpólitískum deilum um allan heim. Þó að samningurinn frá í dag skipti sköpum um sambúð þessara ríkja þá náði hann samt ekki yfir eitt mál - sjálfan hafsbotninn þar sem olían er.
Aserbaídsjan Kasakstan Túrkmenistan Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira