Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 09:37 Eins og sést á skjáskoti úr myndbandinu smeygði strætisvagninn sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt. Mynd/Skjáskot Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. Bílstjóri bifreiðar sem ekið var á móti strætisvagninum deildi myndbandi af atvikinu og hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni. Myndbandið er tekið upp á bílamyndavél Vigfúsar Markússonar sem sjálfur var á austurleið. Hann sat við stýri þegar strætisvagn á leið 51 tók fram úr nokkrum bílum og kom þannig á fleygiferð úr gagnstæðri átt, á sömu akrein og Vigfús. Litlu mátti muna að vagninn hefði lent framan á bíl Vigfúsar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. „Við vorum að koma þarna niður Þrengslin og svo sá ég bara að strætóinn tekur fram úr bílunum þarna í miðri brekkunni,“ segir Vigfús í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi verið á um það bil 80-90 kílómetra hraða en var kominn niður í 50 þegar hann skaust fram hjá okkur. Ég veit ekki hvað hefði orðið ef maður hefði ekki hægt á sér. Svo var þetta í brekku, þannig að þetta er svolítið glannalegt.“ Þá bendir Vigfús á að framúrakstur er ekki leyfður á umræddri akrein í suður en bílstjóri vagnsins hafi samt sem áður tekið fram úr bílunum. Hann beinir því jafnframt til fólks að fara varlega og fylgjast vel með í umferðinni. Töluverð umferð var um Þrengslin á föstudag vegna lokunar á Hellisheiði. Myndband Vigfúsar má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. Bílstjóri bifreiðar sem ekið var á móti strætisvagninum deildi myndbandi af atvikinu og hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni. Myndbandið er tekið upp á bílamyndavél Vigfúsar Markússonar sem sjálfur var á austurleið. Hann sat við stýri þegar strætisvagn á leið 51 tók fram úr nokkrum bílum og kom þannig á fleygiferð úr gagnstæðri átt, á sömu akrein og Vigfús. Litlu mátti muna að vagninn hefði lent framan á bíl Vigfúsar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. „Við vorum að koma þarna niður Þrengslin og svo sá ég bara að strætóinn tekur fram úr bílunum þarna í miðri brekkunni,“ segir Vigfús í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi verið á um það bil 80-90 kílómetra hraða en var kominn niður í 50 þegar hann skaust fram hjá okkur. Ég veit ekki hvað hefði orðið ef maður hefði ekki hægt á sér. Svo var þetta í brekku, þannig að þetta er svolítið glannalegt.“ Þá bendir Vigfús á að framúrakstur er ekki leyfður á umræddri akrein í suður en bílstjóri vagnsins hafi samt sem áður tekið fram úr bílunum. Hann beinir því jafnframt til fólks að fara varlega og fylgjast vel með í umferðinni. Töluverð umferð var um Þrengslin á föstudag vegna lokunar á Hellisheiði. Myndband Vigfúsar má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira