Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 11:30 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, fékk myndbandið sent seint í gærkvöldi. Mynd/Samsett Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37