Sá borgi sem brýtur – óráð í nýjum umferðarlögum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. ágúst 2018 16:19 Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar