Vagnstjórinn mun ekki aka undir merkjum Strætó framar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 18:39 Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37