Tugir þúsunda heyrúlla til Noregs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 22:30 Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Varmahlíð er einn þeirra sem hefur haft milligöngu um sölu á heyi til Noregs. Mynd/Ingólfur Norðmenn hafa óskað eftir að kaupa hey af íslenskum bændum vegna mikilla þurrrka þar í landi. Talið var að heyið þyrfti að vera vottað af Matvælastofnun en í dag tilkynnti stofnunin að útflutningurinn falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan EES. Það auðveldar útflutninginn til muna og gerir fleirum kleift að selja hey. Á lista Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins hafa tæplega tvö hundruð bændur lýst yfir vilja til að selja hey til Noregs. Þar er einnig bent á þrjá útflutningsaðila sem halda utan um söluna og flutninginn. Hjá þeim hefur síminn ekki stoppað síðustu daga. Yfir 50 þúsund rúllur hafa selst í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslu í gegnum Benedikt Hjaltason og segir hann alveg hægt að selja 50 þúsund í viðbót frá bændum á svæðinu.Noti sjálfir eldra hey Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Varmahlíð hefur haft milligöngu um sölu á álíka magni. Hann segir það hafa heyjast vel í fyrra og að margir bændur kjósi að nýta sjálfir eldra hey og selja það nýja til Noregs. „Fyrsta skipið fer í kringum mánaðarmót norðan frá Króknum og svo næsta skip frá Akureyri," segir Ingólfur. Rúllurnar seljast á 5.000 til 8.000 krónur en verðið fer eftir heygæðum. „Auðvitað er þetta búbót enda er þetta ekki vara til að safna upp í minnisvarða. Þá er betra að selja það," segir Ingólfur. Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. 4. ágúst 2018 12:30 Heimilt að flytja út hey til Noregs Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum. 7. ágúst 2018 06:00 Selja þrjátíu þúsund rúllur af heyi til Noregs Eftirspurn er eftir íslensku heyi vegna alvarlegra þurrka í Noregi í sumar. 7. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Norðmenn hafa óskað eftir að kaupa hey af íslenskum bændum vegna mikilla þurrrka þar í landi. Talið var að heyið þyrfti að vera vottað af Matvælastofnun en í dag tilkynnti stofnunin að útflutningurinn falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan EES. Það auðveldar útflutninginn til muna og gerir fleirum kleift að selja hey. Á lista Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins hafa tæplega tvö hundruð bændur lýst yfir vilja til að selja hey til Noregs. Þar er einnig bent á þrjá útflutningsaðila sem halda utan um söluna og flutninginn. Hjá þeim hefur síminn ekki stoppað síðustu daga. Yfir 50 þúsund rúllur hafa selst í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslu í gegnum Benedikt Hjaltason og segir hann alveg hægt að selja 50 þúsund í viðbót frá bændum á svæðinu.Noti sjálfir eldra hey Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Varmahlíð hefur haft milligöngu um sölu á álíka magni. Hann segir það hafa heyjast vel í fyrra og að margir bændur kjósi að nýta sjálfir eldra hey og selja það nýja til Noregs. „Fyrsta skipið fer í kringum mánaðarmót norðan frá Króknum og svo næsta skip frá Akureyri," segir Ingólfur. Rúllurnar seljast á 5.000 til 8.000 krónur en verðið fer eftir heygæðum. „Auðvitað er þetta búbót enda er þetta ekki vara til að safna upp í minnisvarða. Þá er betra að selja það," segir Ingólfur.
Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. 4. ágúst 2018 12:30 Heimilt að flytja út hey til Noregs Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum. 7. ágúst 2018 06:00 Selja þrjátíu þúsund rúllur af heyi til Noregs Eftirspurn er eftir íslensku heyi vegna alvarlegra þurrka í Noregi í sumar. 7. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. 4. ágúst 2018 12:30
Heimilt að flytja út hey til Noregs Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum. 7. ágúst 2018 06:00
Selja þrjátíu þúsund rúllur af heyi til Noregs Eftirspurn er eftir íslensku heyi vegna alvarlegra þurrka í Noregi í sumar. 7. ágúst 2018 16:37