Hin fullkomni leiðarvísir að mistökum Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 14. ágúst 2018 09:57 Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun