Hin fullkomni leiðarvísir að mistökum Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 14. ágúst 2018 09:57 Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun