Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 06:45 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira