Harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um "lokalausn“ varðandi múslíma Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 11:58 Þingmaðurinn Fraser Anning. Vísir/AP Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018 Ástralía Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018
Ástralía Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira