Harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um "lokalausn“ varðandi múslíma Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 11:58 Þingmaðurinn Fraser Anning. Vísir/AP Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018 Ástralía Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018
Ástralía Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira