Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum Hjörvar Ólafsson skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Albert Guðmundsson á æfingu með PSV Eindhoven í sumar, en hann hefur yfirgefið herbúðir félagsins og samið við AZ Alkmaar. Nordicphotos/Getty Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira