Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira