Ráðdeild í Reykjavík? Katrín Atladóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga eða sparnaðar. Ekki er síður mikilvægt að opinberir aðilar standi sig og sýni ráðdeild. Að þeir lækki skuldir í uppsveiflu líkt og einstaklingar og fyrirtæki. Með því skapast svigrúm til að mæta mögru árunum og jafnvel til að minnka sveiflur, með framkvæmdum á samdráttartímum. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar lækkuðu því um rúmar 240 milljónir á dag eða um 10 milljónir á klukkustund. Ríkissjóður hefur náð góðum árangri á síðustu árum í lækkun skulda. Skuldir vegna grunnreksturs Reykjavíkurborgar hækkuðu um tæpa 15 milljarða á síðasta ári. Skuldirnar hækkuðu því um rúmar 40 milljónir á dag eða 1,7 milljónir á klukkustund. Skuldir Reykjavíkurborgar hækkuðu um meira en 50% frá 2014 til 2017. Reykjavíkurborg hefur ekki náð góðum árangri í lækkun skulda á síðustu árum.Er ekkert góðæri í Reykjavík? Á sama tíma og ríkissjóður hefur lækkað skuldir sínar hratt hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist hratt. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna borgarinnar og hagfelldar aðstæður til niðurgreiðslu skulda. Nýverið samþykkti borgarráð hækkun á lánsfjáráætlun um 897 milljónir króna. Heimild til lántöku á árinu 2018 er því 6,6 milljarðar króna. Nú er langt liðið á fordæmalaust hagvaxtarskeið hérlendis, þar sem tekjur borgarinnar hafa hækkað gríðarlega og skattheimta er með hæsta móti. Tíminn til að greiða niður skuldir er núna. Þrátt fyrir það hækka skuldir ár frá ári. Tekjur borgarinnar munu ekki vaxa út í hið óendanlega. Skuldir ríkisins lækkuðu um 10 milljónir á klukkustund á síðustu 12 mánuðum en Reykjavíkurborg jók skuldsetningu um 1,7 milljónir á klukkustund á síðasta ári. Reykjavíkurborg sýnir ekki ráðdeild í fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga eða sparnaðar. Ekki er síður mikilvægt að opinberir aðilar standi sig og sýni ráðdeild. Að þeir lækki skuldir í uppsveiflu líkt og einstaklingar og fyrirtæki. Með því skapast svigrúm til að mæta mögru árunum og jafnvel til að minnka sveiflur, með framkvæmdum á samdráttartímum. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar lækkuðu því um rúmar 240 milljónir á dag eða um 10 milljónir á klukkustund. Ríkissjóður hefur náð góðum árangri á síðustu árum í lækkun skulda. Skuldir vegna grunnreksturs Reykjavíkurborgar hækkuðu um tæpa 15 milljarða á síðasta ári. Skuldirnar hækkuðu því um rúmar 40 milljónir á dag eða 1,7 milljónir á klukkustund. Skuldir Reykjavíkurborgar hækkuðu um meira en 50% frá 2014 til 2017. Reykjavíkurborg hefur ekki náð góðum árangri í lækkun skulda á síðustu árum.Er ekkert góðæri í Reykjavík? Á sama tíma og ríkissjóður hefur lækkað skuldir sínar hratt hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist hratt. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna borgarinnar og hagfelldar aðstæður til niðurgreiðslu skulda. Nýverið samþykkti borgarráð hækkun á lánsfjáráætlun um 897 milljónir króna. Heimild til lántöku á árinu 2018 er því 6,6 milljarðar króna. Nú er langt liðið á fordæmalaust hagvaxtarskeið hérlendis, þar sem tekjur borgarinnar hafa hækkað gríðarlega og skattheimta er með hæsta móti. Tíminn til að greiða niður skuldir er núna. Þrátt fyrir það hækka skuldir ár frá ári. Tekjur borgarinnar munu ekki vaxa út í hið óendanlega. Skuldir ríkisins lækkuðu um 10 milljónir á klukkustund á síðustu 12 mánuðum en Reykjavíkurborg jók skuldsetningu um 1,7 milljónir á klukkustund á síðasta ári. Reykjavíkurborg sýnir ekki ráðdeild í fjármálum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar