Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Harpa Árnadóttir myndlistarmaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Rakel Halldórsdóttir ráðgjafi og dóttir hennar, María Anna Arnarsdóttir. Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira