Pakistanar óttast upprisu ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 13:55 Frá vettvangi árásarinnar í júlí. Vísir/AP Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik. Pakistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik.
Pakistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira